Lögregla kölluð til þar sem aðili hafði ráðist að öðrum og kastað í hann glasi. Þolandi var ekki alvarlega slasaður. Lögregla þekkir til árásaraðila og leitar hans nú.
Rúðubrjótur var á ferð í miðborginni. Hann braut rúður í bifreiðum og var talið að hann væri vopnaður barefli. Lögregla fann skemmdarvarginn skömmu síðar og var hann í slæmu ástandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var látinn laus eftir hefðbundið ferli.
Kópavogslögregla var kölluð til vegna aðila sem var óvelkominn inni á skemmistað. Lögregla vísaði manninum út og ekki voru gerðar frekari kröfur.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.