Söngkonan geðþekka Meghan Trainor opnar sig um botox-notkun sína í hlaðvarpsþætti sínum Workin’ On It en í þættinum greinir hún frá því að hún hafi farið nokkrum sinnum í botox-meðferð í andlitinu. Hún segir þó frá einni aðgerð sem hún sér eftir. Það er fylling sem hún fékk sér fyrir ofan efri vörina en samkvæmt Trainor gerir það henni ókleift að brosa nema að mjög litlu leyti og það sé sársaukafullt. Í myndbandinu, sem hægt er að sjá hér fyrir neðan, dregur söngkonan upp mynd sem sýnir hana halda á hundi og segist söngkonan vera ofurglöð á myndinni en „ég lít út eins og ég finni prumpulykt.“ Söngkonan sló eftirminnilega í gegn með laginu All About That Bass árið 2014 sem fjallar um að „stórar“ stelpur geti líka verið flottar.