Mánudagur 2. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

12 starfsmenn Heimkaupa fá uppsagnarbréf í snemmbúna jólagjöf – Eigendur græða á tá og fingri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

12 starfsmönnum Heimkaupa hefur verið sagt upp en samkvæmt Grétu Maríu Grétarsdóttur, forstjóra Heimkaupa, hefur vefverslun fyrirtæksins verið rekin með tapi.

„Það hefur verið tap á rekstri vefverslunarinnar undanfarin ár og við erum núna í skipulagsbreytingum á rekstrinum og samhliða því sögðum við upp tólf starfsmönnum. Uppsagnirnar voru bæði í vefverslun og á skrifstofu. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera reksturinn okkar skilvirkari,“ sagði Gréta við Vísi um málið en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Heimkaup ehf. á auk Heimkaupa fyrirtækin Prís, Lyfjaval og 10-11 og hluti í öðrum fyrirtækjum. Samkvæmt Grétu verður lögð meiri áhersla á Prís og segir að viðtökur viðskiptavina þeirra hafi verið mjög góð og sér hún fyrir sér frekari uppbyggingu á versluninni.

Skeljar sem á 81% hlut í Heimkaupum ehf. hefur hagnast um tugi milljarða á undanförnum árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -