Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Bergur Felixson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bergur Felixson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, er látinn. Hann var 87 ára þegar hann andaðist þann 1. desember. Ingibjörg Sigrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi hjúkrunarframkvæmdastjóri, lifir mann sinn. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Felix leikari, fæddur 1967. Maki hans er Baldur Þórhallsson prófessor; Þórir Helgi veitingamaður, fæddur 1968, sambýliskona hans er Birta Gunnhildardóttir kynningarstjóri hjá Borgarbókasafninu; Sigurþóra Steinunn, framkvæmdastjóri Bergsins Headspace, fædd 1972. Maki hennar er Rúnar Unnþórsson prófessor; Guðbjörg Sigrún, deildarstjóri hjá Ríkislögreglustjóra, fædd 1982, eiginmaður hennar er Stefán Helgi Jónsson hagfræðingur.

Foreldrar Bergs voru Sigurþóra Steinunn Þorbjörnsdóttir húsfreyja og Felix Guðmundsson framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna.

Morgunblaðið segir frá andláti Bergs í dag og rekur æviferil hans. Bergur ólst upp í Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi og stundaði framhaldsnám í stærðfræði og stærðfræðikennslu.
Bergur starfaði um tíma hjá Sementsverksmiðju ríkisins. Hann vann fyrir Loftleiðir í Stavanger í Noregi og á Fræðsluskrifstofu ríkisins. Hann var skólastjóri Barna og unglingaskólans á Blönduósi. Bergur gerðist framkvæmdastjóri Barnavinafélagsins Sumargjafar frá 1975-1978. Hann tók svo við sem framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur árið 1978 og lauk þar starfsferli sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -