Dagur B. Eggertsson, alþingismaður Samfylkingar, fer ekki með gott veganesti inn á þing. Hann var yfirstrikaður af tæplega 1500 manns og féll niður um sæti. Þetta gerðist í framhaldi þess að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, benti væntanlegum kjósanda á þann möguleika í einkaskilaboðum að strika Dag út. Það verður þó borgarstjóranum fyrrverandi til bjargar að Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi í þriðja sæti var afhjúpaður fyrir soraskrif úr launsátri þar sem konum almennt sem og nafngreindum var úthúðað og þær smánaðar. Hann var einnig yfirstrikaður en ekki í sama mæli og Dagur.
Þórður Snær tók þann kost að lýsa yfir því að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi. Dagur færðist þannig aftur upp um sæti. Þá urðu afglöp Þórðar til þess að Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri, snýr aftur á þing. Sigmundur Ernir lofaði opinberlega að standa sig vel. Þá sagði hann víst að Þórður Snær fengi vinnu og gaf til kynna að hann fengi starf hjá þingflokki Samfylkingar. Matarholurnar er víða að finna …