Grímur Grímsson, Halla Hrund Logadóttir, Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason og Víðir Reynisson mun ekki þiggja biðlaun eftir að hafa kosinn á Alþingi en þau eiga rétt á slíku sem starfsmenn ríkisins en mbl.is greinir frá þessu. Í samantekt Morgunblaðsins segir að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og Ingibjörg Davíðsdóttir, starfsmaður utanríkisþjónustunnar munu auk þess að þiggja ekki biðlaun sækja um leyfi frá núverandi störfum meðan þau starfa sem alþingismenn. Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, mun ekki snúa til baka í það starf og þá er Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, í ársleyfi og þarf að kanna betur hans rétt til leyfis. Mbl.is náði ekki Ölmu Möller landlækni til að svara fyrir um hennar áætlun í þessum efnum.