Framtíð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, er í uppnámi ef svo fer sem horfir að Kristrúnu Frostadóttur takist að mynda ríkisstjórn með Viðreisn og Flokki fólksins svo sem felst bendir til. Mikill samstarfsvilji einkennir viðræður Kristrúnar, Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og ný ríkisstjórn er við sjónarrönd. Þar með verður Sjálfstæðisflokkurinn utan ríkisstjórnar og Bjarni hefur það hlutverk að vera leiðtogi stjórnarandstöðu. Mikil óánægja er innan flokks með framgöngu Bjarna sem skilar flokknum í minna fylgi en nokkru sinni hefur sést áður.
Sjálfur sagði Bjarni að sársaukamörkin væru við 20 prósent. Flokkurinn fór niður fyrir þau mörk. Gert er ráð fyrir að Bjarni hætti á landsfundi sem er á dagskrá í vetur. Óljóst er hver tekur við en takmarkaður vilji er til þess að gera Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur varaformann að leiðtoga flokksins …