Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Anna vill koma frænku sinni á sjens: „Hún hefur ekkert á móti dálitlu ævintýri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir ætlar að reyna að koma frænku sinni saman við barþjón á Tenerife.

Húmoristinn og vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir skrapp með frænku sinni á barinn í gær en hún er stödd í heimsókn á heimaeyju Önnu, Tenerife. Segir Anna frá því í nýjustu dagbókarfærslu sinni að þetta hafi verið annað kvöldið í röð sem hún hafi endað á Búkkanum, sem er bar sem Anna skrifar oft um.

„Dagur 1941 – Annar dagur á Búkkanum.

Þetta fer að vera alvarlegt. Í tvö kvöld í röð hefi ég endað á Búkkanum áður en ég fer heim eftir að hafa snætt á veitingastöðum í nágrenninu. Núna var það með Vilborgu frænku minni af Leirvogstunguleggnum. Eftir að við höfðum fengið okkur gott að borða á kínverska veitingastaðnum The Treasure, var litið við á Búkkanum.

Alex var á vaktinni og hann tjáði mér að nýr starfsmaður væri Daníel, sá hinn sami sem áður rak barinn Island Bar Tenerife ásamt fleiri Ítölum. Það verður gaman að hitta hann næst þegar ég á erindi á Búkkann.“ Þannig hefst færsla Önnu.

Því næst talar hún sérstaklega um Vilborgu frænku sína og segir hana yndislega en að hún megi þó borða hraðar. Vilborg er að sögn Önnu laus og liðug og sé alveg til í ævintýri þannig að Anna er farin að plotta fyrir helgina.

„Annars er ótrúlegt að sjá hve Vilborg líkist mjög móðurætt minni. Yndisleg frænka, en mætti borða aðeins hraðar. Hún sagðist hafa lært að borða hægt þegar hún bjó í París sem er í algjörri andstöðu við mína reynslu af máltíðum. Þegar ég var ung og sæt og til sjós, þótti það tímasóun að vera lengur en tíu mínútur að borða matinn sinn og því miður er ég enn háð þessari óreglu í matarvenjum, enda er mér nánast aldrei boðið í matarboð lengur.
En nú er spurningin hvort mér takist að tengja Daníel og Vilborgu saman. Mér skildist á henni að hún hefði ekkert á móti dálitlu ævintýri, enda laus og liðug, en sjáum til hvað gerist um helgina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -