Anna Kristjánsdóttir ætlar að reyna að koma frænku sinni saman við barþjón á Tenerife.
Húmoristinn og vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir skrapp með frænku sinni á barinn í gær en hún er stödd í heimsókn á heimaeyju Önnu, Tenerife. Segir Anna frá því í nýjustu dagbókarfærslu sinni að þetta hafi verið annað kvöldið í röð sem hún hafi endað á Búkkanum, sem er bar sem Anna skrifar oft um.
„Dagur 1941 – Annar dagur á Búkkanum.
Alex var á vaktinni og hann tjáði mér að nýr starfsmaður væri Daníel, sá hinn sami sem áður rak barinn Island Bar Tenerife ásamt fleiri Ítölum. Það verður gaman að hitta hann næst þegar ég á erindi á Búkkann.“ Þannig hefst færsla Önnu.
Því næst talar hún sérstaklega um Vilborgu frænku sína og segir hana yndislega en að hún megi þó borða hraðar. Vilborg er að sögn Önnu laus og liðug og sé alveg til í ævintýri þannig að Anna er farin að plotta fyrir helgina.