Ólafur Bragi Bragason er látinn og var hann 67 ára gamall en Ólafur lést í Amsterdam. DV greinir frá andláti hans. Ólafur var þekktur afbrotamaður á Íslandi á síðustu öld og var meðal annars eftirlýstur af Interpool í 20 ár. Hann var ítrekað handtekinn og dæmdur vegna fíkniefnamála á Íslandi en hann fluttist til Spánar á 10. áratug síðustu aldar. Hann hlaut síðar dóma í Danmörku og Bretlandi vegna fíkniefnainnflutnings. Þá var hann grunaður um að hafa flutt inn tvö tonn af hassi til Túnis rétt fyrir aldamót en hann hlaut aldrei dóm í því máli. Í viðtali við DV árið 2017 vildi Ólafur ekki greina frá því hvar hann ætti heima en neitaði því að vera í felum. Hann væri í vinnu og borgaði alla sína skatta. Hann sagðist einnig hafa verið í sambúið seinustu 13 ár.