Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Telja þrautþjálfaðan leigumorðingja hafa drepið framkvæmdarstjórann: „Þetta er fagmaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Morðið á framkvæmdarstjóra UnitedHealthCare tryggingafélaginu í New York í gær, ber einkenni „reynds, vandaðs og þjálfaðs atvinnumorðingja“, að sögn fyrrverandi fulltrúa Alríkislögreglunar (e. FBI).

Terry Rankhorn sagði Kay Burley á Sky News Breakfast að upptökur af skotárásinni í New York-borg, sem lögreglan lítur á sem skipulagða skotárás, hafi verið „hrollvekjandi“.

Framkvæmdastjóri UnitedHealthcare, Brian Thompson, 50, varð fyrir launsátri klukkan 6:45 að staðartíma í gær þegar hann gekk á árlega fjárfestaráðstefnu fyrirtækisins á Hilton-hótelinu í miðborg Manhattan.

Fórnarlambið.

Árásarmaðurinn skaut margsinnis á Thompson og hélt áfram þrátt fyrir að byssan hafi staðið á sér í stutta stund, að sögn lögreglu.

„Það sem þú getur ákvarðað út frá hegðun hans er að þessi manneskja er æfð, vön, þjálfaður morðingi,“ sagði Rankhorn. „Hann hleypur ekki upp að honum eins og óreyndur, blóðheitur viðvaningur … þessi manneskja gengur rólega að honum,“ bætti hann við. „Hann gengur að skotmarki sínu. Hann dregur vopnið ​​sitt. Hann miðar varlega og skýtur svo einu sinni á skotmarkið sitt. Og þá sérðu vopnið ​​stendur á sér. Hann lagar byssuna í rólegheitum, skýtur aftur og nær takmarki sínu. Þetta er ekki einhver út úr dópaður morðingi. Þetta er fagmaður.“

Leigumorðinginn

Öryggismyndavélar náðu einnig flótta byssumannsins á rafhjóli inn í Central Park. Lögreglan notaði dróna, þyrlur og hunda í mikilli leit en hann hefur ekki enn fundist. Lögreglustjórinn í New York-borg (NYPD), Jessica Tisch, sagði að skotárásin væri ekki tilviljunarkennt ofbeldisverk, heldur „fyrirfram skipulagða og markvissa árás“, þó að tilefnið sé óljóst. „Það virðist sem hann sé vandvirkur í notkun skotvopna þar sem hann gat lagað hana ansi fljótt,“ bætti Joseph Kenny, yfirlögregluþjónn í NYPD við.

- Auglýsing -

Lögreglan birti myndir af manninum sem klæddist hettujakka og grímu sem leyndi andliti hans að mestu.

Rankhorn deildi hugmyndum sínum um flótta mannsins: „Hann átti greinilega fyrirfram skipulagða flóttaleið. Þetta er einhver sem kann sitt fag. Þeir eru æfðir í því. Og þetta var afar áhrifaríkt og skilvirkt morð. Rafreiðhjólið er í raun átakanlega áhrifaríkt tæki í New York borg vegna umferðarinnar … þau geta fléttast inn og út úr umferð, jafnvel þótt lögreglumerkt ökutæki hafi verið að elta hann.“

Framkæmdarstjórinn sem var myrtur hafði fengið nýlegar líflátshótanir en hafði ekki breytt ferðavenjum sínum, að sögn eiginkonu hans Paulette Thompson.

- Auglýsing -

Rankhorn efast um að hótanirnar hjálpi rannsakendum. „Uppskriftin að morði er: hvatning, leiðir og tækifæri. Það er alveg líklegt að margar af þessum hótunum hafi bara verið tilfallandi,“ sagði hann.

„Ég stórefast um að þetta sé einhver óánægður tryggingaviðskiptavinur frá Mið-Ameríku sem flaug til New York borgar og skipulagði mjög fagmannlegt, vel útfært morð. Það er gengur bara ekki upp.“

NYPD hefur boðið verðlaun allt að 1,3 milljónir króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og sakfellingar.

SkyNews sagði frá málinu en þar má einnig sjá myndskeiðið af morðinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -