Móðir þriggja ára barns hefur tekið ákvörðun að versla ekki framar við Bakarameistarann eftir hvernig fyrirtækið kom fram við hana og þriggja ára gamalt barn hennar í vikunni.
Móðirin segir í samtali við Mannlíf að hún hafi verið á ferð með barni sínu í vikunni og verslað við Bakarameistarann á Höfða stuttu fyrir lokun bakarísins. Þegar hún og barnið kláruðu bakkelsið hafi þau farið verslun Krónunnar sem er við hliðina á Bakarameistaranum. Þegar þau voru búin að versla þar þurfti barn konunar nauðsynlega að komast á salerni og hafi þau leitað til starfsmanna Bakarameistarans, sem voru að ennþá að ganga frá eftir lokun, til að fá að nota salerni sem er staðsett á efri hæð í verslunarkjarnanum. Samkvæmt upplýsingum Mannlífs er ekki hægt að nota almenningsklósett sem eru í verslunarkjarnanum nema að fá lykla frá starfsfólki Bakarameistarans. Slíkt sé nýleg breyting en fyrr árinu á hafi gestir ekki þurft á lyklum að halda.
Móðirin segir að starfsfólkið hafi neitað henni um að fá lykla til að barnið kæmist á salerni og hafi barnið neyðst til að gera þarfir sínar úti á bílastæði í skjóli bíla.
Saka mömmuna um lygar
Mannlíf hafði samband við skrifstofu Bakarameistarans til að athuga hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð en eftir að hafa talað við starfsfólk á þessari tilteknu vakt sagði skrifstofustarfsmaðurinn að móðirin væri að segja ósatt. Móðirin hafi hækkað rödd sína og fengið lykla svo barnið gæti notað salerni í húsinu. Þegar bent var á að fleira fólk hafi verið vitni að þessu sagði skrifstofustarfsmaðurinn að þetta væri einfaldlega orð gegn orði.
Mannlíf bar þessi svör undir móðurina til að fá viðbrögð hennar. „Þetta er fáránlegt. Af hverju ætti ég að ljúga upp á Bakarameistarann? Ég græði nákvæmlega ekkert á því. Það getur verið að starfsfólkið sé að ruglast á mér og einhverri annarri konu. Ég vona að starfsfólkið sé ekki að ljúga að yfirmönnum sínum til að sleppa við skammir. Persónulega finnst mér nokkuð sérstakt að Bakarameistarinn sé með lyklavöld að einu klósettunum í húsinu þegar það eru nokkur fyrirtæki sem eru opin lengur en þetta blessaða bakarí.“