Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Lögreglan stöðvaði átta jólaseríubíla í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að venju er ýmislegt að frétta úr dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hér fyrir neðan eru helstu mál sem komu upp í nótt.

Lögreglan stöðvaði átta bifreiðar þar sem búið var að skreyta bifreiðarnar með jólaseríu ofl. og voru bifreiðarnar boðaðar í skoðun.

Ökumaður var  stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíknefna og/eða áfengis.

Lögreglan var með ölvunarpóst á Bústaðarvegi og voru 200 ökumenn látnir blása. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og nokkrum gert að hætta akstri. Einnig var lögregla með ölvunarpóst við Háskólabíó og voru 150 ökumenn látnir blása. Einum var gert að hætta akstri.

 Tilkynnt var um þriggja bíla árekstur var í Garðbæ en ekki voru nein slys á fólki.

Tilkynnt var um þjófnað og eignarspjöll í Kópavogi og var aðili handtekinn á vettvangi grunaður um verknaðinn og hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -