- Auglýsing -
Karlotta prinsessa, dóttir hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge, mun hefja skólagöngu sína í Thomas Battersea í haust. Fyrsti skóladagurinn fer fram eftir viku, fimmtudaginn 5. september. Þá munu hertogahjónin fylgja dóttur sinni í skólann.
Samkvæmt heimildum Mirror mun konungsfjölskyldan birta vel valdar myndir af Karlottu í tilefni dagsins.
Þetta er annað barn þeirra hjóna sem hefur skólagöngu sína en fyrsti dagur Georg prins var um haustið 2017 í sama skóla. Katrín, hertogaynja af Cambridge, missti af fyrsta skóladegi prinsins en þá gekk hún með þriðja barn þeirra, Louis prins, og þjáðist af mikilli morgunógleði. Vilhjálmur bretaprins fór fyrir hönd þeirra beggja.
Skólagjöld í Thomas Battersea eru 2,9 milljónir á ári.