Líklegt er að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland verði að veruleika fyrir jólin. Viðræður ganga vel og ekki er sjáanleg fyrirstaða.
Eitt stærsta mál kvennanna þriggja er að tryggja fátæku fólki kjarabætur sem slaga í kosningaloforð Ingu Sæland og Flokks fólksins um að enginn fái lægri laun útborguð en sem nemur 450 þúsund krónum á mánuði. Búist er við að pakki sem felur í sér kjarabætur verði búinn til og látinn taka gildi í áföngum. Þannig geti Inga sagt að húin hafi náð fram að verulegum hluta því sem lofað var.
Annað mál sem Valkyrjurnar þurfa að ná saman um er skref í átt að aðild að Evrópusambandinu. Þar eru Samfylking og Viðreisn samstiga en Flokkur fólksins á öðrum brautunm. Reiknað er með lausn sem felur í sér umræður um málið á kjörtímabilinu, án þess þó að dragi til úrslita um annað en það hvort kjósa eigi um það hvort halda eigi áfram viðræðum.
Skattamálin eru væntanlega erfiðasti hjallinn. Viðreisn hefur lofað að hækka ekki skatta en Samfylking vil ná til þeirra efnuðu sem byggja afkomu sína á fjármagnstekjum og hækka skatta þeirra. Þá liggur fyrir að finna þarf leið til að fjármagna kjarabætur öryrkja, eldri borgara og annarra þeirra sem búa við lágmarkskjör.
Málefni flóttamanna og hömlur er annað mál þar sem himinn og haf skuldu af Flokk fólksins og hina flokkana. Örtröðin við landamærin hefur snarminnkað og málið ekki eins eldfimt og áður. Þáð ætti því ekki að verða fyrirstaða.
Valkyrjurnar halda áfram viðræðum sínum í dag. Mikill meðbyr er með þeim í samfélaginu og vonir bundnar við að jólastjórnin muni færa landsmönnum sanngjarnari kjör.
„Það er að fæðast fallegt barn,“ sagði Inga Sæland fyrir nokkrum dögum. Líklegt er að þau orð verði að veruleika.