Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Guðni segist aldrei hafa gert mistök: „Ég hef sært, meitt og stolið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Gunnarsson, stofnandi Rope Yoga, er nýjasti gesturinn í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar segir að stór hluti af því sem haldi aftur af fólki sé að það lifi stöðugt í fortíð og framtíð og þess vegna verði engar raunverulegar breytingar.

„Flest fólk fær nokkur tækifæri á ævinni til þess að breyta lífi sínu algjörlega og ef það tækifæri er notað geta gerst magnaðir hlutir. Við höfum flest einhvern tíma lent á þessum stað þar sem eitthvað verður að breytast og maður er raunverulega tilbúinn að vakna til vitundar. En flestir ná ekki að horfast í augu við það að þurfa að taka fulla ábyrgð á lífi sínu fyrr en þeir eru komnir á botninn. Mistök eru afsökun fyrir því að taka ekki ábyrgð og þess vegna hef ég ekki gert mistök. Ég hef sært, meitt og stolið, en ég hef aldrei gert mistök, af því að ef ég hefði gert mistök sæti ég ekki hérna hjá þér núna. Þú situr uppi með afleiðingarnar af því sem þú hefur gert og getur beðist velvirðingar ef þú hefur meitt eða sært, en þú gerðir það sem þú gerðir og getur ekki breytt því,“ segir Guðni, sem hefur í gegnum tíðina mikið velt fyrir sér tungumálinu og því hvernig við notum það og hvaða orð koma út úr okkur.

„Ef maður notar stöðugt orð sem eru vanmáttug hefur það áhrif á gjörðir okkar. Á því augnabliki sem þú fyrirgefur sjálfum þér að fullu færð þú möguleika á að taka fulla ábyrgð og valda þinni eigin tilvist. Tungumálið okkar er stórmerkilegt fyrirbæri og það hvernig við notum orð hefur áhrif á heila okkar og alla líkamsstarfsemi.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -