Ræningi með rafstuðtæki var handtekinn í miðborg Reykjavíkur. Hann er grunaður um að hafa beitt vopninu á fórnarlamb sitt. Ofbeldismaðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Málið er í rannsókn.
Brotist var inn í í verslun í Múlunum.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Ökumaður handtekinn og færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Umferðarslys varð í Kópavogi þar sem bifreið hafði verið ekið utan í vegrið. Ökumaðurinn hafði yfirgefið bifreiðina í kjölfarið og látið sig hverfa. Lögregla var við störf á vettvangi þegar ökumaður bifreiðinnar kom til baka. Hann var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Umferðarslys varð á Grafarholti þar sem bifhjól og jepplingur skullu saman. Ökumaður bifhjólsins hlaut minniháttar meiðsli.
Ökumaður var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli þar sem dregið var úr honum blóð.
Tilkynnt um eld í bifreið í Mosfellsbæ. Bifreiðin var alelda þegar lögreglu bar að. Slökkvilið sá um slökkvistarf.
Tveir menn höfðu komið sér fyrir í geymslu húsnæðis í Breiðholti Aðilarnir höfðu kveikt eld til að ylja sér. Þeim vísað út án vandræða.
Tveir aðilar handteknir eftir að slagsmál höfðu brotist út á milli þeirra í heimahúsi í Breiðholti. Slagsmálaghundarnir voru vistaðir í fangaklefa og mál þeirra er í rannsókn.
Lögreglunni barst tilkynning frá nágrönnum um öskur konu sem bárust frá íbúð. Lögregla sinnti málinu og kom þá daginn að öskrin áttu sér ekki rót í sársauka og voru á „jákvæðari nótum en óttast var um í fyrstu“.
Sjö manns gistu í fangaklefum lögreglunnar í nótt.