Miðvikudagur 11. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Sex sváfu hjá lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex manns gistu fangaklefa lögreglunnar í nótt fyrir ýmsar sakir. Þeir standa fyrir málum sínum með nýjum degi.

Tveir búðarþjófar voru við iðju sina í sömu verslun íausturborginni. Báðir voru staðnir að verki. Mál þeirra voru afgreidd á vettvangi.

Ökumaður stöðvaður í akstri, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit á honum og í bifreiðinni fundust fíkniefni. Ökumaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Rúðubrjótur var á ferð í austurborginni. Málið er í rannsókn.

Ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði fyrir of hraðan akstur. Mál hans var afgreitt með sekt. Á sömu slóðum var tilkynnt um líkamsárás. Einn maður handtekinn vegna ástands og hann vistaður í fangageymslu. Fórnarlambið hlaut minniháttar meiðsl.
Ökumaður stöðvaður í akstri í Kópavogi fyrir að tala farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað,  afgreitt með 40 þúsund króna sekt.

Ökumaður stöðvaður í akstri, grunaður um ölvun við akstur. Látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -