Sex manns gistu fangaklefa lögreglunnar í nótt fyrir ýmsar sakir. Þeir standa fyrir málum sínum með nýjum degi.
Tveir búðarþjófar voru við iðju sina í sömu verslun íausturborginni. Báðir voru staðnir að verki. Mál þeirra voru afgreidd á vettvangi.
Ökumaður stöðvaður í akstri, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit á honum og í bifreiðinni fundust fíkniefni. Ökumaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Rúðubrjótur var á ferð í austurborginni. Málið er í rannsókn.
Ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði fyrir of hraðan akstur. Mál hans var afgreitt með sekt. Á sömu slóðum var tilkynnt um líkamsárás. Einn maður handtekinn vegna ástands og hann vistaður í fangageymslu. Fórnarlambið hlaut minniháttar meiðsl.
Ökumaður stöðvaður í akstri í Kópavogi fyrir að tala farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað, afgreitt með 40 þúsund króna sekt.
Ökumaður stöðvaður í akstri, grunaður um ölvun við akstur. Látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.