Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Tvær flugvélar voru hársbreidd frá árekstri yfir Keflavíkurflugvelli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mistök í flugumferðarstjórn olli nærri því árekstri tveggja flugvéla yfir Keflavíkurflugvelli í febrúar síðastliðnum. Önnur flugvélin var farþegaflugvél frá Icelandair og hin var flugvél Play sem notuð var til þjálfunar.

Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa er fjallað um atvikið en RÚV segir frá því. Boeing 737-8 flugvél Icelandair kom með farþega frá Evrópu og Play-flugvél að tegundinni Airbus 320, sem var í lendingaræfingum á Keflavíkurflugvelli, stefndu báðar að flugbraut 19 á vellinum. Veitti flugumferðarstjórn vélunum leyf til lendingar og sagði flugmönnunnum vélanna að vél Play myndi fyrst lenda, síðan vél Icelandair.

Svo vildi til að þennan sama dag átti sér einnig stað þjálfun nema í flugturninum. Þar var flugumferðarstjóri sem starfað hafði frá árinu 2018, var að sinna þjálfur í fyrsta skipti og var neminn nokkurnverginn hálfnaður í verklegri þjálfun.

Við áætlun flugtíma vélanna urðu mistök og brátt kom í ljós að flugvélarnar stefndu hvor á aðra. Nemanum varð einnig á þau mistök að láðst að segja flugmönnum Icelandair að önnu vél stefndi á sömu braut og þeir og töldu þeir að um litla flugvél væri að ræða.

Flugvél Play var í hægri beygju rétt fyrir lendingu, þvert á stefnu flugvélar Icelandair. Til að forðast árekstur hélt Play áfram hægri beygju sinni á meðan flugvél Icelandair hélt áfram lendingu.

Myndin sýnir flugstefnu beggja vélanna. Vél Play er þá í hægri beygju en vél Icelandair flýgur beint í áttina að flugbrautinni.
Mynd: Rannsóknarnefnd samgönguslysa

Á myndum úr skýrslunni sýnir fjólubláa línan stefnuna sem flugvéling hafði þegar tekið en hvíta línan táknar hvar flugvélin var einni mínútu seinna.

- Auglýsing -
Flugvél Play heldur hér hægri beygju sinni áfram til að koma í veg fyrir árekstur við flugvél Icelandair.
Ljósmynd: Rannsóknarnefnd samgönguslysa

Þegar minnst var voru aðeins tæpir þrír kílómetrar á milli vélanna og hefði því flugvélarnar skollið saman um sirka hálfri mínútu síðar.

Talið er að þjálfun í flugturni hafi haft áhrif, samkvæmt niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -