Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Úlfúð eftir IceGuys-tónleika: „Það var hræðilegt að horfa uppá öll börnin í örvæntingu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram kemur á fréttamiðlinum DV að mikillar óánægju gæti á samfélagsmiðlum með tónleika íslensku hljómsveitarinnar IceGuys er fram fóru í Laugardalshöll í gær.

Virðist óánægjan fyrst og síðast vera hjá foreldrum þeirra barna er sáu lítið sem ekkert sviðinu vegna foreldra er stóðu fyrir framan þau; voru þá með börn sín á háhesti og bokkuði útsýni margra barna.

Foreldrar er kvörtuðu voru margir hverjir eigi í aðstöðu til að hafa sín eigin börn á háhesti og ein móðir skrifaði færslu á samfélagsmiðla um málið og fékk góðar undirtektir:

„Ég get ekki verið eina foreldrið sem fór svekkt af fjölskyldu Ice Guys tónleikunum með tvær litlar sálir sem urðu fyrir svo miklum vonbrigðum að sjá ekkert fyrir fullorðnu fólki með börn á háhest. Það þarf að gera betur!! Það var hræðilegt að horfa uppá öll börnin í örvæntingu að vilja sjá strákana á sviðinu en sáu ekkert. Það var kvartað undan þessu í fyrra líka og viðburðastjórnin gerði betur og færðu tónleikana og settu upp skjái en.. EKKERT barn sá sviðið NÉ skjáinn nema vera á háhest vegna þeirra sem voru með börnin á háhest. Það eru ekki allir foreldrar í þeirri stöðu að geta hent börnunum upp á háhest. Þið sem eigið eftir að fara gerið betur og setjið börnin á háhest aftast.“

Önnur skrif voru svona:

„Sárvorkenndi öllum svekktu börnunum sem sáu ekkert. Ég sjálf er 178 og sá varla neitt. Mín 11 ára stóð alveg við sviðið þangað til það kom einhver fullorðinn kona með dóttur sína og ýtti minni stelpu í burtu (svo fast að mín datt á grindverk og fékk marblett) sagði svo að dóttir sín sæi ekki neitt fyrir henni !! Við mættum snemma til þess að hún gæti komist að sviðinu og endaði á fara svo aftast alveg miður sín eftir að kerlingin ýtti henni burt.. fokking frekja í fullorðnu fólki.“

- Auglýsing -

Svo svona:

„Mjög sammála, 8 ára sonur minn sá hvorki á skjáinn né sviðið fyrir fólki með börn á háhesti og ég er bara 150cm á hæð og átti erfitt með að sjá á skjáinn og ekki séns fyrir mig að sjá á sviðið!“ „Það þarf klárlega að skipuleggja þetta betur!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -