Fréttamaðurinn Benedikt Sigurðsson hefur sagt skilið við fréttastofu RÚV; hefur verið ráðinn á nýjan leik til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Þar starfaði Benedikt áður sem upplýsingafulltrúi.
Benedikt starfaði á fréttadeild RÚV í tvö ár, en það var eigi í fyrsta sinn sem Benedikt kvaddi Ríkisútvarpið; þar starfaði hann upp úr aldamótum; færði sig svo yfir til Kaupþings, fyrir hrun.
Nokkrum árum síðar varð Benedikt svo aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um tíma, sem formanns Framsóknar og svo forsætisráðherra.