Söngkonan Billie Eilish lenti heldur betur í ömurlegri lífreynslu á föstudaginn var en þá var Óskarsverðlaunahafinn að syngja á tónleikum í Glendale í Arizona í Bandaríkjunum þegar hún var grýtt. Í miðjum flutningi á laginu What Was I Made For ákvað einhver áhorfandi að kasta armbandi beint í andlitið á söngkonunni ungu.
Áhorfendur byrjuðu þá að púa og Eilish var greinilega pirruð en hélt áfram að syngja og minnist ekkert á atvikið. Miðilinn TMZ vill meina að það hafi færst í aukana á undanförnum árum að tónlistarmenn séu grýttir og hafa tónlistarmenn á borð við Harry Styles, Pink og Bebe Rexha öll lent í þessari lífsreynslu á árinu.
i truly hate yall pic.twitter.com/LKLLRGNLiM
— ⭒ (@distractmyselff) December 14, 2024