Betur fór en áhorfðist í Los Angeles um helgina þegar ökufantur flúði lögreglu og klessti bíl sinn. Maðurinn hafði verið á flótta undan lögreglunni í tæpan hálftíma þegar hann missti stjórn Lamborghini bíl sínum með þeim afleiðingum að bíllinn endaði á hvolfi og klessti á annan bíl en atvikið átti sér stað á Tarzana-stræti í Los Angeles. Nánast um leið og bílinn endaði á hvolfi kviknaði í honum og drógu lögreglumenn og nærstaddir ökumanninn, sem hafði rotast í árekstrinum, úr bílnum og björguðu lífi hans en eins og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan var bílinn í ljósum logum. Ökumaður jeppans sem bílinn keyrði á flúði vettvang og veit lögreglan ekki hvað varð um þann mann. Farið var með ökufantinn á sjúkrahús en ekki liggja fyrir upplýsingar um heilsu hans.