Þriðjudagur 17. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Haraldur efast um leikskóla Róberts Wessman: „Það virðist vera einhver hugsanavilla í gangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Það virðist vera einhver hugsanavilla í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en opinberum aðilum að laða til sín kennara,“ skrifar Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í aðsendri grein á Vísi. Tilefni skrifanna eru þau að Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hefur boðað að fyrirtækið hyggist stofna leikskóla og tryggja starfsfólki sínu þannig ákveðið öryggi.  Einar Þorsteinsson borgarstjóri hefur tekið hugmyndinn fagnandi. Þekkt er að skortur er á leikskólakennurum í Reykjavík. Haraldur Freyr segir í grein inni að staðreyndin sé sú að hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum, reknum af sveitarfélögunum, sé 26 prósent. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum sé lægra eða 18 prósent.

Haraldur Freyr Gíslason, forðmaður Félags leikskólakennara. Samsett mynd.

Haraldur vísar til frétta um að fyrirtækin Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna. Formaðurinn varar við hugmyndunum.

„Margar áleitnar spurningar vakna þegar svona umræða fer af stað. Gallarnir eru margir og nægir að nefna forgang fyrir börn starfsfólks fyrirtækjanna sem sveitarfélög, sem gera samning við slík einkafyrirtæki, setja sem kröfu. Við það skapast ójafnræði sem erfitt er fyrir sveitarfélög að rökstyðja. Hingað til hefur verið sátt innan samfélagsins um að leikskólarnir séu byggðir upp á samfélagslegum grunni, líkt og grunnskólarnir“.

Haraldur spyr hvernig umræðan væri ef Alvotech og Arion banki hygðust stofna grunnskóla og spyr hvort hér sé að  raungerast einhver allsherjar stefnubreyting á þeim samfélagssáttmála sem ríkt hefur um skólakerfið.

Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen.

„Þessi hugmynd fyrirtækja að setja á laggir leikskóla sprettur upp úr þeim vanda sem ofvöxtur leikskólakerfisins hefur skapað. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hefur aukið á vandann og komið okkur öllum í erfiða stöðu. Að ætla á ofurhraða að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs með leikskólum myndi setja aukinn þrýsting á kerfi sem þolir ekki meiri þrýsting,“ skrifar Haraldur Freyr.

Grein Haraldar er að finna í heild sinni hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -