Miðvikudagur 18. desember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Barnaráðherra sviðsetti opnun meðferðarheimilis fyrir kosningar: „Í dag opnaði Ásmund­ur Ein­ar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásmundur Einar Daðason, fráfarandi ráðherra, átti þátt í því ásamt Ólöfu Ástu Farestveit, forstjóra Barna- og fjölskyldustofu. að sviðsetja opnun meðferðarheimilis í Blönduhlíð í Mosfellsbæ örskömmu fyrir kosningar. Boðað var til blaðamannafundar þar sem ráðherrann var mættur ásamt forsvarsmönnum hins nýja heimilis. Þremur vikum síðar hefur heimilið enn ekki verið opnað.

Umrætt heimili er á svonefndu Far­sæld­ar­túni þar sem unnið er að hönn­un nýs þjón­ustukjarna fyr­ir börn og ung­menni. Mark­miðið að byggja upp miðstöð sam­starfs lyk­il­stofn­ana og fé­laga­sam­taka sem starfa að velferð barna. Blönduhlíð er ætlað börnum, 13-18 ára, sedm glíma við fíknivanda og tekur við verkefnum af Stuðlum.

Í dag var tekið stórt skref

Morgunblaðið, einn þeirra fjölmiðla sem voru gabbaðir, segir frá því að þremur vikum eftir sýndaropnunina  sé starfsemi enn ekki hafin í húsinu. Eng­in starf­semi er á heim­il­inu í dag og hefur Barna- og fjöl­skyldu­stofa enn ekki fengið starfs­leyfi fyr­ir Blöndu­hlíð.

„Í dag opnaði Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, meðferðar­heim­ilið Blöndu­hlíð, sem staðsett er á Far­sæld­ar­túni í Mos­fells­bæ,“ sagði í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins 26. nóv­em­ber, aðeisn fjórum dögum fyrir kosningar. Á þeim tíma lá fyrir að heimilið yrði ekki opnað. Í til­kynn­ingu á vef Far­sæld­ar­túns þann sama dag var slegið á sömu strengi.

„Í dag var tekið stórt skref að því að gera Farsældartún að þjónustukjarna fyrir börn og ungmenni þegar meðferðarheimilið Blönduhlíð var opnað. Meðferðarheimilið er á vegum Barna- og fjölskyldustofu og er ætlað ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda og verður viðbót við greiningar- og meðferðardeild Stuðla. Með tilkomu Blönduhlíðar verður hægt að aðgreina betur börn með mismunandi vanda og veita sérhæfðari þjónustu. Börn með þyngri vanda fá áfram greiningu og meðferð á meðferðardeild Stuðla en í Blönduhlíð verður opnara úrræði er finna má á Stuðlum og verður Blönduhlíð ætluð þeim börnum og ungmennum sem glíma við vægari vanda,“ segir í tilkynningunni sem stendur enn á vef Farsældartúns.

Morgunblaðið ræddi við Funa Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóra meðferðarsviðs Barna og fjöl­skyldu­stofu, sem kveðst vona að hægt verði að opna heim­ilið í janú­ar komandi. Hann vildi þó ekki lofa neinu um það og sagði að að bruna­hönnuður væri að klára að hanna rým­ingaráætl­un og bruna­út­tekt. Þegar það væri afgreitt gæti heimilið fengið starfs­leyfi.

- Auglýsing -

Morgunblaðið spurði Funa út í orðalagið í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins, þar sem full­yrt er að meðferðar­heim­ilið hafi verið opnað.

„Það hefði mátt vanda það bet­ur, þannig að við vær­um ekki í þess­ari stöðu.“

Ásmundur Einar náði ekki kjöri í kosningunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -