Í gær samþykkti borgarstjórn Reykavíkur tillögu um að byggja nýjan safnskóla í Laugardal en honum er ætla að hýsa nemendur í 8. – 10. bekk í Laugarnes- og Langholtshverfi. Bygging skólans mun þýða miklar breytingar á skólakerfinu í Laugardalnum. Laugarnesskóli sem er nú fyrir nemendur í 1. – 6. bekk yrði fyrir 1. – 4. bekk, Laugalækjaskóli sem er 7. – 10. bekk yrði fyrir 5. – 7. bekk og Langholtsskóli yrði fyrir 1. – 7. bekk en eins og staðan er núna geta nemendur verið alla sína grunnskólagöngu í skólanum. Ákvörðun þessi er tekin gegn vilja íbúa, nemenda og skólastjórnenda hverfisins en upphaflega stóð til að byggja við skólanna en breyta ekki að öðru leyti. Sú ákvörðun var tekin af borginni eftir langt og ítarlegt samráð við íbúa, kennara og skólastjórnendur. Nú rúmum tveimur árum síðar hefur borgin svikið samkomulagið sem gert var við um málið. Einar Þorsteinsson borgarstjóri hefur látið hafa það eftir sér að gamla samkomulagið hafi ekki verið raunhæft en rétt er að taka fram að núverandi borgarmeirihluti gerði upphaflega samkomulagið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólks og Sósíalistaflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni.