Fimmtudagur 19. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Jón Gnarr dæmdur í héraðsdómi fyrir að trufla störf Alþingis: „Þið hafið svikið fólkið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gnarr, tilvonandi þingmaður Viðreisnar, var árið 1999 dæmdur fyrir röskun á fundarfriði á Alþingi en Morgunblaðið sagði frá málinu.

Forsaga málsins er sú að Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson stýrðu á þeim tíma útvarpsþættinum Tvíhöfða á X-inu. Þann 18. desember 1998 var Jón Atli Jónsson, sem var starfsmaður X-ins, sendur á Alþingi sem hluti af beinni útsendingu þáttarins en Jón Atli var með farsíma sem var tengdur útsendingunni í útvarpinu. Markmið Jóns Atla var að reyna láta handtaka sig en það var um tíma fastur liður í þættinum á föstudögum.

„Góðan daginn, þið hafið svikið fólkið með gagnagrunnsfrumvarpinu. Fólkið í landinu mun ekki líða þetta,“ hrópaði Jón Atli yfir þingsalinn á meðan þingfundi stóð yfir. Jón Atli var í kjölfarið handtekinn.

„Við þekktum ekki þetta ferli og bjuggumst ekki við að málið hefði þessi eftirmál. Við vorum leiðir yfir þessu og báðumst fyrirgefningar,“ sögðu Sigurjón og Jón við Morgunblaðið eftir að kom í ljós að Alþingi ætlaði að kæra Tvíhöfðamenn og Jón Atla en útvarpsmennirnir sendu Alþingi blómvönd til að biðjast afsökunar.

„Blómin voru endursend og það fannst okkur ekki fallegt og það særði hjarta okkar Tvíhöfðamanna. Menn vantreystu greinilega einlægni okkar og héldu að hún væri einhvers konar kaldhæðni, sem hún var ekki,“ segja Jón og Sigurjón. „En ef skrifstofustjóri Alþingis vill ekki blóm verður að gera eitthvað annað. Hann sagði í Morgunblaðinu í gær að hann vildi fá afsökunarbeiðni beint frá okkur og við erum að hugleiða hvort við verðum við því. Við erum bara saklausir grínistar og okkur finnst þetta ógurlega leiðinlegt og okkur tekur þetta sárt. Við erum góðir strákar og grínistar, viljum engum illt og heitum því að gera þetta ekki aftur,“ sögðu Tvíhöfðamenn.

Finnst þetta ekki spennandi

„Mér finnst mjög einkennilegt að gera okkur að fordæmi. Við gerum engum illt og höfum aldrei gert. Við erum búnir að biðjast fyrirgefningar og viljum gera það enn og aftur. Við nennum ekki að standa í lögreglumálum, okkur finnst þau ekki spennandi og erum ekki í krossferð gegn kerfinu,“ hélt Jón Gnarr áfram.

„Þetta var mjög stutt röskun, ég held að kallið hafi tekið fimm sekúndur allt í allt, og þingmenn gátu haldið áfram störfum sínum óáreittir. Hugmyndin var sú að setja þetta upp sem dæmi um hvað myndi gerast ef einhver reyndi slíkt á Alþingi og þetta var mönnum svo sannarlega víti til varnaðar. Mér sýnist að skrifstofustjóri Alþingis sé að setja þetta upp sem einhvers konar prófmál,“ sagði Sigurjón svo.

Tvíhöfðamenn og Jón Atli fengu svo skilorðsbundinn dóm til eins árs í andlitið fyrir grínið og þurftu að greiða allan málskostnað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -