Fimmtudagur 19. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Þóra kemur sterk inn með sína fyrstu skáldsögu: „Fannst eins og ég væri að berskjalda mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þóra Sveinsdóttir steig fram á ritvöllinn fyrir þessi jól með sína fyrstu skáldsögu en það er bókin Sjúk. Mannlíf ræddi við hana um bókina og sitthvað fleira.

Hver er Þóra Sveinsdóttir?

Þóra: „Þóra er hugmyndaríkur húmoristi með mikla réttlætiskennd. Hef skrifað tvæ greinar er varða jafnrétti kynjanna því til sönnunar. Ég hef sterkar skoðanir á hvað þurfi að gera svo jafnrétti náist. Áhugamanneskja á persónuleika fólks og hef einstaklega gaman af að stúdera fólk almennt.“

Hefurðu alltaf haft áhuga á skrifum?

Þóra: „Já, ég hef alltaf haft gaman af þeim. Ég skrifaði mig oft frá hlutum og einnig notaði ég pennann þegar mér sinnaðist við einhvern og ég komst ekkert áfram í rökræðum. Þá settist ég niður og skrifaði allt sem ég vildi segja við viðkomandi. Það var miklu þægilegra þannig því viðkomandi gat ekki mótmælt neinu á meðan. Stundum afhenti ég bréfið stundum ekki. Mér fannst ég geta skýrt hlutina betur út á blaði heldur en í heitum rökræðum.“

Þóra með bókina.
Ljósmynd: Aðsend

Hvernig datt þér í hug að skrifa Sjúk og hvar sóttirðu innblásturinn?

„Eftir að fyrirtækið DK hugbúnaður var selt, en maðurinn minn átti hlut í því fyrirtæki og var einn af stofnendum þess, varð allt í einu til mikið af lausum tíma,“ svaraði Þóra og bætti við: „Yngri sonur minn hvatti mig í að skrifa enda vissi hann um áhuga minn og hafði fulla trú á móður sinni, sem var mjög gott fyrir mig.“ Þóra segist hafa átt erfitt með svefn og þá hafi gefist tími til að skrifa. 

- Auglýsing -

„Ég fór síðan að eiga erfitt með svefn, fór að vakna milli fjögur og sex á nóttunni og gat ekki sofnað aftur. Fannst mér þá tilvalið að nýta þann tíma og prófa að skrifa eitthvað. 

Ég byrjaði á barnabók sem ég sendi syni mínum til yfirlestrar og fékk jákvæðar undirtektir. Ég ákvað samt að gefa hana ekki út. Þarna langaði mig miklu frekar að prófa að skrifa glæpa-  og spennusögu. Ég hef lesið margar slíkar svo ég taldi að ég ætti að ráða við að skrifa eina. 

Mig langaði líka að skrifa um persónuleikakenningu en það er kenning sem ég heyrði fyrst um 1993 og finnst standast. Hún er nokkurs konar rauður þráður í gegnum bókina.“

- Auglýsing -


Hvernig hafa viðbrögðin við bókinni verið?

Þóra: „Þegar bókin kom úr prenti var ég hálffeimin við hana og fannst eins og ég væri að berskjalda mig, en viðbrögð lesenda hafa verið sérstaklega góð. 87 ára lesandi sagði mér eftir lesturinn að hún væri frábær og spennandi og annar lesandi, 85 ára sem er mikill lestrarhestur sagði bókina skemmtilega, spennandi og með óvæntum endi. Ég hef líka fengið frá lesanda rúmlega þrítugum að þetta hefði verið fyrsta bókin sem hann las í mörg ár því hann hafði alltaf átt erfitt með að einbeita sér við lestur. Bókin hafi haldið honum við efnið og hann hætti ekki að lesa fyrr en hann var búinn með bókina. Nokkrir hafa komið til mín með svipaða lýsingu og finnst mér sérstaklega skemmtilegt að heyra þessa dóma. Yngsti lesandi bókarinnar sem ég veit um er barnabarn mitt, 16 ára gamalt, sem sagði einfaldlega „Þetta er geggjuð bók, geggjað spennandi.“

 

Viðbrögðin hafa verið frábær.
Mynd: Aðsend.

Eru fleiri bækur í bígerð, eru það sakamálasögur eins og Sjúk eða eitthvað allt annað?

Þóra: „Ég er þegar byrjuð á þremur sögum. Einni glæpasögu sem er óbeint framhald af þessari bók, þ.e. með aðalpersónunni henni Emmu, en hinar tvær eru meira eitthvað sem ég vil segja eða koma á framfæri. Ég tek ákvörðun fljótlega eftir áramótin með hvaða bók verður fyrir valinu.“

Aðspurð hvort hún eigi sér einhverja uppáhalds rithöfunda segir Þóra ekki svo vera en segist lesa heilmikið.

„Nei ég held ég hafi ekki beint átt uppáhaldshöfund síðan ég var að komast á unglingsaldurinn og hélt mikið upp á K.M. Peyton með bækurnar um Patrik. En ég les alltaf mikið og er alltaf með bók á náttborðinu, mest af spennu- og glæpasögum, svo sem eftir skandinavíska höfunda.  En um jól og áramót les ég mikið af þeim bókum sem koma út um það leytið og þá ekki bara spennu- og glæpasögur. Ég hef sérstaklega gaman af sálfræðitryllum og get nefnt sem dæmi, „Undir yfirborðinu“ og „Það sem þernan sér“eftir Freida McFadden, „Óboðinn gestur“ eftir Shari Lapena, „Þögli sjúklingurinn“ eftirAlex Michaelides og „Í meðferð“ eftir Sebastian Fitzek. Allar mjög spennandi og skemmtilegar.“

Fyrir hverja er bókin Sjúk?

„Bókin er fyrir alla. Bæði unga og aldna, lestrarhesta og þá sem hafa ekkert lesið. Persónurnar í bókinni eru flestar á aldrinum 25 ára til  40 ára, svo það mætti ætla að hún sé hugsuð fyrir þann aldur en bókin virðist eiga auðvelda leið að lesendum á öllum aldri.“

En er eitthvað að lokum sem Þóra vill segja?

„Ég segi bara við alla unga sem aldna, 

„VARÚÐ! Lestur getur haft skaðleg áhrif á fáfræði“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -