Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aflýst fyrirhugaðri heimsókn sinni Danmerkur. Ástæðan er sú að hann fær ekki að kaupa Grænland.
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Trump hafi viðrað þá hugmynd við ráðgjafa sína að kaupa Grænland af Danmörku. Hann staðfesti síðar þann áhuga sinn. Þessum fréttum hefur verið fálega tekið bæði í Grænlandi og Danmörku. Hafa ráðamenn þar ýmist sagsta hafa talið að um grín væri að ræða eða þá að hugmyndin sé fjarstæðukennd.
Denmark’s Prime Minister Mette Frederiksen: "Thankfully, the time where you buy and sell other countries and populations is over.” pic.twitter.com/JOCASC5TEK
— Kenneth P. Vogel (@kenvogel) August 21, 2019
Í gær útilokaði svo Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að Grænland væri til sölu og sagði einfaldlega að málið væri ekki til umræðu. Trump tók þessum fréttum af eins lítilli reisn og mögulegt er og lýsti því yfir á Twitter síðu sinni að hann væri búinn að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur.
….The Prime Minister was able to save a great deal of expense and effort for both the United States and Denmark by being so direct. I thank her for that and look forward to rescheduling sometime in the future!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 20, 2019