Búið að ákveða milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hversu mörg ráðherraembætti hver flokkur fær í komandi stjórn samkvæmt heimildum íslenskra fjölmiðla.
Samfylkingin er sögð fá fjögur ráðuneyti og verður Kristrún Frostadóttir þá forsætisráðherra og talið mjög líklegt að Alma Möller verði heilbrigðisráðherra. Viðreisn fær þrjú ráðuneyti og tvö af þeim eru sögð vera utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Þá mun Flokkur fólksins einnig fá þrjú embætti og nokkuð örugglega að Inga Sæland verði félagsmálaráðherra í ríkisstjórninni.
Valkyrjurnarstjórnin, eins og hún hefur verið kölluð, verður kynnt til leiks nú um helgina ef allar áætlanir flokkanna ganga eftir.
„Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær.