Ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins var kynnt í dag og eins og alltaf sýnist sitt hverjum.
Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlunum í dag um hina nýju ríkisstjórn „Valkyrjanna“ en hér fyrir neðan má sjá viðbrögð nokkurra þekktra einstaklinga:
Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns og fyrrverandi þingmann Samfylkingarinnar lýst mjög vel á ríkisstjórnina. Skrifaði hún eftirfarandi Facebook-færslu:
Til hamingju öll, vinir mínir sem nú takið við flóknum verkefnum. Ég veit að þið munuð standa ykkur.“
Píratinn Björn Leví Gunnarsson, sem datt af þingi í síðustu kosningum hrósar ríkisstjórninni fyrir að fá utanþingsráðherra í fjármálaráðuneytið. Hann ritaði á Facebook:
„Rosalega góð ákvörðun að fá utanþingsráðherra í fjármálaráðuneytið. Það þýðir að það ráðuneyti verður minna pólitískt og fagráðuneytin fá að bera meiri ábyrgð á fjármálum sínum.“
Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur segist vera hálf pirraður yfir því hversu ánægður hann sé með ríkisstjórnina.
„Eftir öll þessi ár og allar þessar misvitru ríkisstjórnir, þá finnst mér ég vera stjórnarandstæðingur í eðli mínu. Þess vegna fer það næstum í taugarnar hvað ég er sáttur við þetta upphaf. Mér finnst ég ætti að vera kvartandi og kveinandi. En þetta lítur bara vel út!“
Lögmaðurinn og þingmaður emeritus, Brynjar Níelsson hæðist auðvitað að hinni nýju ríkisstjórn og segist á Facegbook ætla að halda áfram að vera í fýlu.
Ég ætla samt að halda áfram að vera í fýlu, eins og ég hef verið síðustu ár og sumir segja svo lengi sem elstu menn muna. Kann ekkert annað og líður bara vel í fýlu. Ekki að ástæðulausu að ég er uppnefndur Ebbi á mínu heimili með tilvísun í Ebenezer Scrooge úr frægu jólaævintýri.“
Sanna Magdalena Mörtudóttir sem var hársbreidd frá því að komast á þing í kosningunum er sorgmædd yfir því að ekkert hafi verið talað um útsvar á fjármagnstekjum á blaðamannafundinum. Skrifaði hún eftirfarandi tvær færslur á Facebook:
Eins og við vitum þá eru húsnæðismálin eitt það stærsta sem þarf að laga í íslensku samfélagi, hefði viljað heyra meira um hvernig gott og réttlátt húsnæðiskerfi verður byggt upp.“
Og svo:
„Ekkert um útsvar á fjármagnstekjur hjá þessari nýrri ríkisstjórn? Við færsluna setti hún grátandi broskall.
Lilja D. Alfreðsdóttir, fráfarandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar óskar nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og notar tækifærið í færslu sinni á Facebook til að þakka fyrir undanfarin ár.
„Óska nýrri ríkisstjórn velgengni fyrir land og þjóð! Á þessari stundu fyllist ég þakklæti og auðmýkt. Það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna fyrir fólkið í landinu að fjölmörgum framfaramálum. Ég hef stýrt þremur ráðuneytum í tæp níu ár: utanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Þetta hefur verið frábær tími með dásamlegu fagfólki. Hlakka til næsta tímabils.“
Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson stingur upp á nafni fyrir ríkisstjórnina: