Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Blake Lively kærir meðleikara sinn fyrir kynferðislega áreitni: „Rangar og svívirðilegar ásakanir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blake Lively hefur ákveðið að lögsækja It Ends with Us-meðleikara sinn og leikstjórann Justin Baldoni fyrir kynferðislega áreitni. Baldoni hefur brugðist við með því að kalla kæruna „skammarlega“ tilraun til að bjarga eigin orðspori í kjölfar kvikmyndar þeirra sem var þjökuð af fullyrðingum um ósætti bakvið tjöldin.

Leikkonan, sem er 37 ára, vann með Justin, 40, að kvikmyndaaðlögun á metsöluskáldsögu Colleen Hoover. Gagnrýnendur voru ekki á einu máli um kvikmyndina og var hún plöguð af fréttum af drama baksviðs. Í kjölfar margra mánaða orðróma um rifrildi aðalleikaranna hefur Blake nú sakað mótleikara sinn og leikstjóra kvikmyndarinnar um samstillt átak til að eyðileggja orðstír hennar, í skjölum sem bandaríska slúðurmiðillinn TMZ hefur séð.

Ásakanirnar svívirðilegar

Starfslið Baldoni hefur brugðist við með því að stimpla Blake sem „svívirðilega“ og saka hana um „falska tilraun“ til að endurbæta eigið orðspor. Lögfræðingur Baldoni, Bryan Freedman, gagnrýndi málsóknina og fullyrðingar Blake og sagði þær „rangar, svívirðilegar og viljandi af kynferðislegum toga með það í huga að valda skaða opinberlega“.

Fréttir af lögfræðistríðinu koma eftir margra mánaða sögusagnir um deilur milli Blake og Baldoni bakvið tjöldin, þegar þau tóku upp kvikmyndaaðlögun á hinni geysivinsælu skáldsögu Hoover. Bókin segir frá Lily Bloom (Lively) sem hittir óvænt aftur fyrstu ástina, Ryle Kincaid (leikinn af Justin Baldoni), á meðan hún á í erfiðu sambandi við taugaskurðlækni.

Alvarleg andleg vanlíðan

- Auglýsing -

Mánuðum eftir frumsýninguna heldur Blake því fram að meint hegðun Baldoni hafi valdið henni „alvarlegri andlegri vanlíðan“. Samkvæmt TMZ kemur fram í málsókninni að fundur hafi verið haldinn til að fjalla um ásakanir Lively og kröfur hennar um að vinna að myndinni. Fundurinn var sóttur af ýmsum einstaklingum sem unnu að myndinni, þar á meðal eiginmanni Lively, Ryan Reynolds. Fyrr á þessu ári kom í ljós að Reynolds hafði skrifað lykilatriði fyrir myndina sem notuð var í kvikmyndinni en Baldoni komst að því fyrst eftir að Blake opinberaði það í viðtali á rauða teppinu.

Samkvæmt málsókn Blake, sem TMZ vitnar til, voru sumar kröfurnar sem teknar voru fyrir á fundinum It Ends with Us meðal annars „að sýna Blake ekki lengur nektarmyndbönd eða nektarmyndir af konum, ekki meira minnst á meinta fyrri „klámfíkn“ Baldoni, ekki fleiri umræður um kynferðislega landvinninga fyrir framan Blake og aðra, ekki minnast frekar á kynfæri leikara og starfsmanna, ekki fleiri fyrirspurnir um þyngd Blake, og ekki er meira minnst á látinn föður Blake. Ekki bæta við fleiri kynlífssenum, munnmökum eða fullnægingum fyrir framan myndatökuvélina af hálfu Blake, utan ramma handritsins sem hún samþykkti þegar hún skrifaði undir verkefnið“. Í málshöfðuninni er því haldið fram að kröfurnar hafi verið samþykktar af kvikmyndaverinu.

Í málsókninni er einnig haldið fram að velgengni myndarinnar hafi skaðast af miklum átökum um hvernig hún yrði markaðssett. Blake vildi sýna jákvæðan mynd af seiglu persónu sinnar, sem var á skjön við Baldoni sem sagðist vilja að einbeitt væri á málefni heimilisofbeldis í kjarna þess.

- Auglýsing -

Á meðan hún var að kynna myndina á samfélagsmiðlum, sló myndbrot af Blake í gegn þar sem hún sagði aðdáendum „Gríptu vini þína, klæddu þig í blómamynstur og farðu út að sjá hana“ en sumir sögðu að skilaboð hennar væru á skjön við myrkt efni myndarinnar.

Tilraun til að bjarga löskuðum orðstír

Í yfirlýsingu sem Bryan Freedman, lögmaður Justin Baldoni, gaf breska miðlinum Mirror, sagði hann að ásakanir Blake séu „svívirðilegar“.

Yfirlýsingin segir: „Það er svívirðilegt að Lively og fulltrúar hennar skuli koma með svo alvarlegar og afdráttarlausar rangar ásakanir á hendur Baldoni, Wayfarer Studios og fulltrúum þess, sem enn eina örvæntingarfulla tilraun til að „laga“ neikvæðan orðstír hennar sem fékkst frá hennar eigin ummælum og aðgerðum á meðan á auglýsingaherferðinni stóð fyrir myndina og framkomu sem fylgst var með opinberlega, í rauntíma og óbreytt, sem gerði internetinu kleift að búa til eigin skoðanir. Þessar fullyrðingar eru algjörlega rangar, svívirðilegar og vísvitandi kynferðislegs eðlis með það í huga að valda skaða opinberlega og endurskrifa frásögnina í fjölmiðlum. Wayfarer Studios tók þá ákvörðun að ráða kreppustjóra með fyrirbyggjandi hætti fyrir markaðsherferð myndarinnar, til að vinna við hlið þeirra eigin fulltrúa hjá Jonesworks sem ráðinn var af Stephanie Jones, vegna margvíslegra krafna og hótana sem Lively setti fram meðan á framleiðslu stóð, þar á meðal hótaði hún að mæta ekki í tökur, hótaði að kynna myndina ekki, sem leiddi að lokum til dauða myndarinnar meðan á útgáfu henanr stóð, ef ekki yrði gengið að kröfum hennar.“

Þar segir einnig: „Það kom líka í ljós að Lively fékk sinn eigin fulltrúa, Leslie Sloan hjá Vision PR, sem einnig er fulltrúi Reynolds, til að planta neikvæðum og algjörlega upplognum og röngum sögum í fjölmiðla, jafnvel áður en markaðssetning á myndinni var hafin, sem var önnur ástæða þess að Wayfarer Studios tók þá ákvörðun að ráða kreppusérfræðing til að hefja innri atburðarásaráætlun í málinu sem þeir þurftu að taka á.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -