Stærsta jólatré Íslandssögunnar var sennileg búið til í Eyjafjarðarál í fyrradag en tréið er 4678 metra hátt og 5346 metra breitt. Reyndar er ekki um venjulegt jólatré að ræða heldur uppátæki skipverja á Björgu EA7.
„Kjartan Vilbergsson yfirvélstjóri á Björgu kom með þá hugmynd á landleiðinni að reyna að teikna jólatré,“ skrifar skipstjórinn, Árni Rúnar Jóhannesson, á Facebook síðun og bætir við: „Áskorun tekið og við sigldum jólin inn!!“ Frá þessu segir Akureyri.net.
Að sögn Árna Rúnars telja skipverjar á Björgu EA7, sem er í eigu Samherja, að jólatréð þeirra sé það stærsta á landinu. „Það er 4678 metra hátt og 5346m breitt (svolítið í stíl við mig, lágreist og þétt á velli). Verkið tók tvo og hálfan klukkutíma og á einni myndinni sést Grímsey, þá er betra að átta sig á stærð jólatrésins okkar.“
Bætti hann við að lokum: „Á myndunum sést ferlið ágætlega, allt frá siglingaleiðinni og að fullkomnu verki. Setti meira að segja réttu litina á það“