Berta Dís, prinsessa af Jórvík mun fagna jólunum með konungsfjölskyldunni í Sandringham eftir að hafa breytt plönum sínum skyndilega.
Berta Dís og eiginmaður hennar Edoardo Mapelli Mozzi eiga von á sínu öðru barni sem er væntanlegt snemma næsta vor og ætluðu upphaflega að eyða hátíðinni erlendis með tengdafjölskyldu prinsessunnar. En hin 36 ára gamla prinsessa hefur nýlega verið ráðlagt af lækni að ferðast ekki langar vegalengdir, þannig að hún ákvað að í staðinn að mæta í hina stóru samkomu konungsfjölskyldunnar í Norfolk á jóladag.
Væntanlegt barn hjónanna verður litli bróðir eða systir Sönnu, þriggja ára dóttur þeirra, og átta ára sonar Mapelli Mozzi, Úlfs, sem bæði verða einnig í Sandringham þessi jól.
Mikill fjöldi kóngafólks verður gestir Karls konungs og Kamillu drottningar á jóladag í ár, en Vilhjálmur Bretaprins upplýsti nýlega að 45 manns yrðu „allir í einu herbergi“ í konungsbústaðnum. Faðir Betu Dísar, Andrés Bretaprins, mun hins vegar ekki vera á meðal þeirra, þar sem hann heldur sig fjarri vegna áframhaldandi deilna um tengsl hans við meintan kínverskan njósnara. Hann mun þess í stað eyða jólunum með fyrrverandi eiginkonu sinni Söru Ferguson, hertogaynju af York. Systir Bertu Dísar, Evgenía prinsessa af Jórvík og fjölskylda hennar ætla að eyða jólunum með tengdaforeldrum sínum.