Tinna Gunnur Bjarnadóttir er síður en svo sátt við vinnubrögð og viðmót hjá Icelandair eftir að hún missti af flugi frá Akureyri til Reykjavíkur nú rétt fyrir jól.
Heilbrigðisstarfsmaðurinn Tinna Gunnur Bjarnadóttir býr í Reykjavík en þurfti nauðsynlega að fara norður á Akureyri í liðinni viku en systir hennar gætti dætra hennar á meðan. Tinna pantaði sér flaug norður á miðvikudaginn 18. desember og átti pantað flug til baka klukkan 19:30 daginn eftir. Í hádeginu á fimmtudaginn fékk hún hins vegar smáskilaboð frá Icelandair um að mögulega væri truflun á fluginu hennar en að hún gæti flýtt fluginu um þrjá til sex klukkutíma.
Færsla hennar á Facebook hefst eftirfarandi:
„Óforskömmuð vinnubrögð og viðmót hjá Icelandair
Ég þurfti nauðsynlega norður á Akureyri í vikunni til að sinna erindi. Ég átti tveggja daga vaktafrí, systir mín gat gætt dætra minna á meðan og ég pantaði mér flug fram og til baka, mið. 18. og fim 19.des. í hádeginu á fimmtudegi fékk ég sms frá Icelandair um að hugsanlega væri truflun á fluginu mínu og ég gæti flýtt fluginu mínu um rúmlega 6 klst eða um tæplega 3 klst en ég hafði bókað flug kl 19:30.
Ég hringdi í uppgefið númer og sagði að þessar tímasetningar á flugferðum sem stungið væru uppá hentuðu mér ákaflega illa og spurði um hvað átt væri við um truflun á fluginu? Upplýsti þá þjónustufulltrúinn mig um að það ætti að fljúga með vél sem væri minni. Ég sagði þá að mér þætti afar vænt um að komast með þeirri vél en ég væri að sinna mikilvægu erindi og bætti við að ég þyrfti að komast um morguninn til vinnu, eins væru börnin mín í pössun f sunnan.“
Segir Tinna að þjónustufulltrúinn hefði sagt að hann gæti ekki lofað neinu en myndi láta hana vita með símtali. Ekkert símtal kom en hún fékk tölvupóst sendan um seinkun á fluginu til rúmlega 21.
„Þjónustufulltrúinn, sem mér fannst hljóma tregur til, sagði að hann gæti ekki lofað neinu en hringt yrði í mig og ég látin vita.
Kl. 15:37 fékk ég email þess efnis að fluginu sem ég bókaði 19:30 hafi verið seinkað til kl. 21:05. Ég fékk líka sms á sama tíma sem upplýsti mig um hið sama.
Ég mæti rétt yfir 20:00 uppá flugvöll á Akureyri.og allt lokað og læst. Ekkert flug kl 21:05.
Í sjokki skoða ég aftur sms og jú þar stóð 21:05. Emailið sagði líka 21:05.“
Tinna uppgötvaði síðan að Icelandair hafði einnig sent henni tölvupóst tveimur mínútum eftir fyrri tölvupóst en þá sem viðbót við hinn póstinn þannig að hún fékk enga sérstaka tilkynningu um hann.
„En bíddu, þeir sendu líka email kl. 15:39, 2 mín eftir hitt emailið, um að bókunin mín kl 19:30 hafi verið breytt í 19:30. Emailið er sent á þann máta að eg fæ ekki nýtt email, ég fæ bara nýtt svar inná sama email. Sennilega hefur nÿja emailið farið framhjá mée vegna þess ég hafði emailið opið enda þau send nánast á sama tíma.
Ég fékk samt bara þetta eina sms um að það yrði flogið kl 21:05 og ef það hefði verið aftur breytt frá 21:05 yfir í 19:30 af hverju stendur í email að breytingin færi úr 19:30 í 19:30?!“
Tinna neyddist því til að bóka nýtt flug, snemma næsta dags en miðinn hækkaði um ríflega 30.000 krónur og það rétt fyrir jól.
„Ég þurfti að bóka nýtt flug, kl 08:00 daginn eftir. Börnin í pössun og of sein í vinnuna og þegar ég hringdi í icelandair daginn eftir til að upplýsa þau um þessar misfærslur hjá sér fékk ég neitun um endurgreiðslu. Bara sorry, korter í jól. Þetta er algjörlega galið, hvaða bull er þetta?
Þetta eru ófagleg vinnubrögð og óvandaðar móttökur. Ojj bara, það er umtalað hvernig þetta millilandaflug lætur gagnvart viðskiptavinum sínum.“
Bætti Tinna við í athugasemd að þessi aukakostnaður sé ekki léttur fyrir einstakling og kvartar undan lélegum vinnubrögðum Icelandair.
„Ég þurfti að komast og 44.000 kr kostnaður endaði í 75.000 kr. kostnaði. Þetta er ekkert létt fyrir einstakling að þurfa að reiða þetta fram og að Icelandair firri sig ábyrgð á svo mjög greinilega lélegum vinnubrögðum og upplýsingagjöf svo að nánast tryggt sé að um skuli villast. Þetta eru víst mistök hjá flugfélaginu og ætti víst að endurgreiða mér.“
Kristrún nokkur skrifar athugasemd við færslu Tinnu og segist hafa lent í því sama með þetta flug en að hún hafi verið svo heppin að hafa fengið hugboð um að eitthvað stæðist ekki:
„Ég lenti í þessu sama. Strákurinn minn átti flug 19:30 og ég fékk þessi sömu skilaboð og þú og hélt að flugið hans yrði 21:05. Kl.18:40 þegar við vorum að borða fékk ég eitthvað hugboð og kíkti á málin og sá þá að það var einmitt búið að breyta e-mailinu en engin tilkynning kom þar um. Eins kíkti ég á flightradar24 og sá að vélin var lögð af stað úr Rvk. Þannig að ég hentist með hann í stresskasti út á völl og hann fór suður. Hins vegar var nafnið þitt tvisvar kallað upp meðan ég var þarna og mig grunaði að þú hefðir einmitt lent í þessu. Þetta er gjörsamlega óþolandi. Og ekki í fyrsta skiptið sem svona hringl er í gangi.“
Rokksöngvarinn Stefán Jakobsson eða Stebbi Jak eins og hann er oft kallaður skrifaði einnig athugasemd við færslu Tinnu og segir hafa efni í heila bók:
Ekki náðist í Icelandair við gerð fréttarinnar.