Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Google Maps kom upp um morð – Kúpverji hafði farið til Spánar í leit að maka sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mynd af manni halla sér í farangursrými bíls á götu í norðurhluta Spánar varð til þess að lögreglan handtók tvo aðila í tengslum við mannshvarf. Myndin var tekin af Google Maps bíl.

Á næstum mannlausri götu á Norður-Spáni virtist myndin sýna mann bogra fyrir aftan  rauðan Rover-bíl, og hlaða varlega fyrirferðarmiklum hvítum poka í farangursrýmið.

Myndavélabíll frá Google Maps, sem keyrði um götuna náði fyrir algjörri tilviljun mynd af hinu grunsamlega augnabliki en bíllinn var þá á ferð í þorpinu Tajueco í október. Tveimur mánuðum síðar hefur lögreglan notast við myndina, sem enn má finna á Google-kortum, og aðrar myndir sem myndavélarbíllinn tók, sem vísbendingar en þær leiddu til handtöku tveggja manna vegna hvarfs karlmanns á síðasta ári.

Málið á rætur að rekja til nóvember 2023, þegar fjölskylda kúbversks ríkisborgara, búsettan á Spáni, tilkynnti hvarf hans, að sögn dagblaðsins El País. Maðurinn hafði búið í sveitarfélaginu Soria í norðurhluta Spánar, þar sem hann hafði mætt í von um að hafa uppi á konu sem talin er vera maki hans.

Ættingi kúbverska mannsins sagði lögreglu að hann hefði farið að gruna eitthvað misjafnt eftir að hafa fengið röð textaskilaboða úr síma mannsins, þar sem hann sagði ættingjanum að hann hefði hitt aðra konu, væri á förum frá Spáni og myndi losa sig við símann, sagði lögreglan í yfirlýsingu. „Þetta vakti grun hjá ættingjanum um að sá horfni hefði ekki sent skilaboðin og varð til þess að hann tilkynnti það til lögreglu.

Rannsóknin snerist fljótlega um fyrrverandi maka kúbverska mannsins og annan mann sem talið var að hún tengdist rómantískum böndum. Í síðasta mánuði handtók lögreglan parið, grunuð um aðild þeirra að dauða og hvarfi Kúbverjans. Vikum síðar fannst búkur sem talinn er vera líkamsleifar hins týnda manns, í kirkjugarði nærliggjandi þorps.

- Auglýsing -

Lögreglan neitaði að veita frekari upplýsingar og sagði aðeins að rannsókninni væri haldið áfram.

Hún vor þó fljót að undirstrika hlutverk Google Maps við að ná hinum hrollvekjandi myndum sem virtust tengdar morðinu. „Ein af vísbendingunum sem rannsakendur notuðu til að leysa glæpinn, þó ekki óyggjandi, voru myndirnar sem fundust við rannsókn á kortlagningarforriti,“ sagði lögreglan og sagði að þessar myndir hefðu hjálpað til við að „greina ökutæki sem gæti hafa verið notað við glæpinn“.

Á miðvikudaginn skoðaði El País nágranna Tajueco, sem hefur 56 íbúa, þar sem nokkrir sögðust hafa séð myndirnar teknar með Google Maps, en gefið þeim lítið vægi.

- Auglýsing -

„Við hefðum aldrei ímyndað okkur að hann væri að gera neitt og hugusuðum ekkert út í það,“ sagði einn íbúi, en annar tók fram að „við héldum ekki að á myndinni sæist lík í skottinu.“

The Guardian fjallaði um málið.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -