Strandveiðimenn eru upp til hópða hæstánægðir með Ingu Sæland, ráðherra og formann Flokks fólksins, sem hefur lofað að tryggja þeim fleiri daga til að sækja björg í bú. Ráðherrann náði því inn í stjórnarsáttmála að þessi fegurstu blóm í garði sjávarútvegsins fengju að róa án truflunar í 48 daga á ári. „Guð blessi Ingu Sælands,“ sagði einn sjóarinn í framhaldi þessa.
Óvinir strandveiðimanna spyrja aftur á móti hvaðan eigi að taka kvóta til að fylla upp í loforðið. Færra er um svör hjá ráðherranum þegar sú spurning er uppi. Inga fer annars á kostum og reyndi meðal annars að fá Bjarna Benediktsson alþingismann til að knúsa sig við lyklaskipti.,
Ríkisstjórnin fær nú 100 daga til að sanna sig áður en krafa um efndir loforða og gagnrýni kemur fram fyrir alvöru …