Komið er að kosningu lesenda Mannlífs á „Manni ársins“ og hægt er að lesa hverjir eru tilnefndir hér fyrir neðan og kjósa. Margir einstaklingar og hópar komu til greina en ritstjórn valdi þá tíu sem eru hér fyrir neðan eftir miklar rökræður.
Yazan Tamimi
Fatlaður ungur drengur frá Palestínu sem barðist fyrir tilverurétti sínum á Íslandi ásamt foreldrum sínum en til stóð að flytja hann úr landi. Hann fékk að lokum leyfi til að búa áfram á Íslandi.
Halla Tómasdóttir
Sigraði óvænt forsetakosningar í sumar en flestir spáðu að hún myndi lenda í 4. sæti í besta falli.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp og Kristín Eiríksdóttir
Aðgerðarsinnar sem fóru til Egyptalands til að hjálpa palestínsku fólki að flýja undan þjóðarmorði í Palestínu og náðu að koma 200 einstaklingum í öruggt skjól til Íslands.
Glódís Perla Viggósdóttir
Knattspyrnukonan lenti í 22. sæti í kjöri sem besta knattspyrnukona heimsins og var efst allra miðvarða og er þetta besti árangur Íslendings í slíku kjöri.
Laufey
Vann til Grammy-verðlauna fyrir plötuna Bewitched og er án vafa vinsælasti tónlistarmaður Íslands í dag.
Varnargarðsmenn á Reykjanesi
Vernduðu heimili og mikilvæga innviði Íslands á Reykjanesi eftir ítrekuð eldgos á svæðinu.
Magnús Þór Jónsson
Barðist með kjafti og klóm sem formaður Kennarasambands Íslands gegn öflum sem vilja einkavæða skólakerfið undir því yfirskyni að vilja betra menntakerfi.
Elín Hall
Stimplaði sig inn sem eina bestu leikkonu Íslands í kvikmyndinni Ljósbrot og gaf út lagið Frekjukast, eitt besta lag ársins, með Kötlu Njálsdóttur.
Baltasar Kormákur
Gaf út kvikmyndina Snerting sem þykir líkleg til að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna og tók upp stórþættina King and Conqueror á Íslandi sem verða sýndir um heim allan á næsta ári.
Þórir Hergeirsson
Vann gull sem handboltaþjálfari norska kvennaliðsins í handbolta á EM og á Ólympíuleikunum en þetta var tíunda gull hans sem þjálfari á stórmóti sem landsliðsþjálfari.
Kosningu þessari lýkur 30. desember klukkan 9:00