- Auglýsing -
Allt innanlandsflug liggur niðri sökum veðurs.
Icelandair aflýsti öllum flugferðum til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða fyrir hádegi í dag og það sama gerði Mýflug sem flýgur til Hornafjarðar og flug Norlandair til Bíldudals.
Samkvæmt Isavia er flug Icelandair til Narsarsuaq á Grændlandi klukkan 12 á áætlun en öllum ferðum innanlands hefur verið frestað til klukkan 15:30 en þá er flug Icelandair frá Akureyri til Reykjavíkur áætlað.