Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Tilkynnt um tilnefningar til íþróttmanns ársins – Glódís Perla sigurstranglegust

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynnt hefur verið um hvaða tíu einstaklingar koma til greina sem íþróttamaður ársins 2024 en tilkynnt verður um úrslitin þann 4. janúar næstkomandi.

Um er að ræða sex konur og fjóra karla sem eru tilnefnd í þetta sinn en íþróttamaður ársins var fyrst kosinn árið 1956. Ómar Ingi Magnússon handboltamaður er eini á listanum sem hefur unnið verðlaunin áður en hann gerði það árin 2022 og 2023.

Af þeim tíu sem tilnefnd eru hafa fjögur þeirra aldrei verið tilnefnd áður en það eru þau Albert Guðmundsson, Ásta Kristinsdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir og Orri Steinn Óskarsson.

Hægt er að er að sjá þau sem tilnefnd eru hér fyrir neðan

Albert Guðmundsson – Fótbolti
Aron Sveinn McKee – Sund
Ásta Kristinsdóttir – Fimleikar
Eygló Fanndal Sturludóttir – Ólympískar lyftingar
Glódís Perla Viggósdóttir – Fótbolti
Orri Steinn Óskarsson – Fótbolti
Ómar Ingi Magnússon – Handbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir – Sund
Sóley Margrét Jónsdóttir – Kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir – Fótbolti

Líklegt verður að teljast að Glódís Perla muni vera kjörinn íþróttamaður ársins en hún er ein af bestu knattspyrnukonum heims í dag og hafa íþróttamenn sem stunda ekki boltaíþrótt sjaldan unnið á þessari öld en aðeins hefur það gerst fimm sinnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -