Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Subway sakað um að svindla á starfsmönnum: „Áróður, árásir, hótanir, útúrsnúningur og lygar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veitingastaðurinn Subway er einn þeirra fimm veitingastaða sem ekki hafa svarað erindum Eflingar varðandi meintan „gervikjarasamning“ sem fyrirtæki sömdu um við stéttarfélagið Virðingu. Efling vill meina að Virðing sé gervistéttarfélag sem Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði standa fyrir.

Auk Subway hafa Rok, Public House Gastropub, Hard Rock Cafe og Finnsson Bistro ekki svarað Eflingum um þeirra mál en stéttarfélagið segist í tilkynningu hafa gögn undir höndunum sem sýni fram á að starfsfólk Subway hafi verið látið greiða félagsgjöld til Virðingar. Í tilkynningunni segir Efling að mikill meirihluti fyrirtækja í SVEIT hafi staðfest að þau muni segja sig úr SVEIT eða starfa eftir kjarasamningum Eflingar.

„Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi,“ sagði Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, í tilkynningu um málið.

„Þau vita væntanlega að það er ekki hægt og því fara þau þá leið sem þau þekkja og vita að virkar, áróður, árásir, hótanir, útúrsnúningur og lygar. Draga út nokkra veitingastaði og reyna að sverta þá með það að markmiði að keyra í þrot með óhróðri án þess að hafa nokkuð fyrir sér í ásökunum. Þrátt fyrir að samningurinn sé í endurskoðun til að koma til móts við athugasemdir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -