Víða er ófært á landinu á jóladagsmorgunn en vonast er til að takist að opna helstu leiðir þegar líður á daginn. Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð. Sama er að segja um Holtavörðuheiði. Vegurinn um Brattabrekku og Svínadalur eru einnig lokaðir. Þess er beðið að veður lægi til að hægt verði að opna umrædda vegi.
Fóli er ráðlagt að leggja ekki upp í ferðalög um landið nem akynna sér veður og færð vandlega áður.
Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir á Suðurlandi, Breiðafirði og við Faxaflóa. Spáð er allt að 25 metrum á sekúndu og dimmum éljum með lélegu skyggni . Því er spáð að veður lagist um klukkan 18 og þá taki gildi gular viðvaranir í stað þeirra appelsínugulu.
Spáð er betra veðri á annan dag jóla.