- Auglýsing -
Óveðrið sem gengið hefur yfir vestanvert landið er að ganga niður. Enn eru lokanir í gildi á Hellisheiði, í Þrengslum, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði.
Boðið er upp á fylgdarakstur um Hellisheiði á 90 mínútna fresti. Reiknað er með með að helstu vegir á vestanverðu landinu verði opnaðir í fyrramálið. Veðurhorfur eru þá sæmilegar.