Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ísraelsher hefur kveikt í sjúkrahúsi með 85 manns inni – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dr. Mads Gilbert segir frá því nú fyrir stundu að verið sé að brenna Kamal Adwan-spítalann á Gaza með 60 heilbrigðismönnum innan í og 25 sjúklinga. Segir hann að fyrir brunann hafi 50 manns verið drepnir af í flugárás F-16 flugvélar Ísraelshers á byggingu gengt spítalanum.

Á samfélagsmiðlum sínum birti norski læknirinn Mads Gilbert, sem starfað hefur á Gaza í áratugi, orð frá framkvæmdarstjóra Kamal Adwan-spítalans á Gaza, Dr. Hussam Abu Safiya:

„Það eru um það bil 50 píslarvottar, þar á meðal þrír af heilbrigðisstarfsmönnum okkar, undir rústum byggingar gengt Kamal Adwan sjúkrahúsinu eftir loftárás hernámsliðsins.“

Hélt læknirinn áfram og sagði frá þeim starfsmönnum sem drepnir voru:

„Dr. Ahmed Samour, barnalæknir, var að vinna á sjúkrahúsinu og fór út í turninn þar sem hann býr með fjölskyldu sinni.

Hvað varðar Esraa, tæknimann tilraunastofunnar, þá fór hún út til að koma með mat handa föður sínum og bróður í sömu byggingu og þau urðu strax skotmörk í loftárás frá ísraelskri F-16 flugvél.

- Auglýsing -

Þegar Fares, viðhaldstæknir, sá vettvanginn hljóp hann til að reyna að bjarga því sem hann gat; Því miður varð hann einnig skotmark, sem leiddi til píslarvættisdrápa þriggja læknaliða okkar og 50 annarra undir rústunum.

Hvað sjúkraliðana Abdul Majid og Maher varðar, þá voru þeir á leið á sjúkrahúsið nálægt Zayed-hringtorginu, sem er 500 metra frá sjúkrahúsinu, þegar þeir urðu skotmörk og drápust þeir samstundis og lík þeirra eru enn á götunni þar sem enginn kemst að þeim.“

Bætti hann við að lokum: „Þetta er enn einn dimmur dagur í yfirstandandi röð glæpa gegn Kamal Adwan-sjúkrahúsinu og starfsfólki þess.“

- Auglýsing -

Dr. Mads Gilbert bætti við annarri færslu þar sem hann segir Ísraelsher hafa nú kveikt í sjúkrahúsinu með 60 starfsmenn innanborðs og 25 sjúklinga.

„STÓRFRÉTT: 25 sjúklingar og 60 starfsmenn eru enn inni í brennandi sjúkrahúsinu. Ísraelsher segir að spítalinn „verði tómur í lok dags“, ætlar sér að þvinga alla á indónesíska sjúkrahúsið sem ekki er starfrækt. STÖÐVUM ÞETTA!“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -