Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Matvælaráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun: „Það er vissulega fagnaðarefni”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matvælaráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðli Staðlaráðs Íslands segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Jafnlaunavottunin staðfestir að innan ráðuneytisins er unnið markvisst gegn kynbundnum launamun og þar með stuðlað að jafnrétti kynjanna að sögn stjórnarráðsins. Þannig sé komið í veg fyrir beina og óbeina mismunun á grundvelli kyns og jafnframt hafi verið komið á stjórnkerfi sem tryggi faglega nálgun við ákvarðanatöku um launasetningu og launajafnrétti í samræmi við jafnlaunastefnu Stjórnarráðsins.

Ekki eru allir sammála um mikilvægi jafnlaunavottunar en Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað gagnrýnt vottunina. „Jafn­launa­vott­un er ekki bara kostnaðarsam­ur baggi á at­vinnu­líf­inu og op­in­ber­um stofn­un­um held­ur hrein­lega skaðvald­ur. Fyr­ir­tæki og stofn­an­ir sem hafa þessa dyggðaskreyt­ingu geta hrein­lega kom­ist upp með að mis­muna starfs­fólki sínu, enda með það upp­áskrifað að það sé allt upp á tíu hjá þeim í jafn­launa­mál­um. Þetta er al­ger hneisa,“ sagði þingkonan umdeilda á Alþingi snemma á síðasta ári.

„Það er vissulega fagnaðarefni að ráðuneytið hafi öðlast jafnlaunavottun,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra. „Vottunin er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember sl. þar sem m.a. er lögð áhersla á að jafna stöðu og réttindi allra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -