Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir var í gær kjörin íþróttamaður ársins 2024 af samtökum íþróttafréttamanna en hún fékk 480 stig af 480 mögulegum. Valið kemur alls ekki á óvart þar sem Glódís var fyrirliði þegar kvennalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fer fram á næsta ári. Þá var Glódís lykilmaður og fyrirliði í taplausu liði Bayern Munich og er almennt talin besti miðvörður heimsins í dag.
Hér fyrir neðan eru allir íþróttamennirnir sem fengu stig í kjörinu:
1.Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480
2.Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217
3.Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159
4.Albert Guðmundsson, knattspyrna 156
5.Anton Sveinn McKee, sund 131
6.Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94
7.Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69
8.Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67
9.Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57
10.Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53
11.Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar 48
12.Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur 42
13.Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur 37
14.Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur 36
15.Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 30
16.Daníel Ingi Egilsson, frjálsíþróttir 29
17.Benedikt Gunnar Óskarsson, handknattleikur 16
18.Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, knattspyrna 9
19.Aron Pálmarsson, handknattleikur 7
20.Elín Klara Þorkelsdóttir, handknattleikur 7
21.Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna 4
22.Sara Rún Hinriksdóttir, körfuknattleikur 2
23.Elín Jóna Þorsteinsdóttir, handknattleikur 1
24.Kristinn Pálsson, körfuknattleikur 1