Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Strunsaði út úr Hallgrímskirkju: „Þetta hefði Jesús aldrei samþykkt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Hallgrímskirkju, segir bandarískan ferðamann hafa rokið út úr Hallgrímskirkju í gær ósáttur við stuðning kirkjunnar við baráttu hinsegin fólks.

„Amerískur ferðamaður kom í Hallgrímskirkju í dag. Regnbogafáninn lá á kórtröppum og blasti við söfnuði og öllum þeim sem komu í hlið himins. En einn starði á fánann og rauk svo út úr kirkju og fram í Guðbrandsstofu. Þar var kirkjuvörður fyrir svörum,“ skrifar Sigurður áður en hann lýsir samtali kirkjuvarðar og kirkjugestsins.

Ferðamaðurinn mun í fyrstu hafa spurst fyrir um hvort um hvort regnbogafáninn í kirkjunni væri hinn einu sanni regnbogafáni. Eftir að hafa verið svarað játandi mun gesturinn hafa furðað sig á að kirkja flaggi slíkum fána. „Það er vegna þess að við teljum ást guðs öllum tilheyrandi hver svo sem kynhneigð þeirra og bakgrunnur kann að vera,“ var manninum svarað. Samkvæmt lýsingu Sigurðar þótti gestinum þessi skýring ekki nægilega kristin og mun hann hafa bent á að Jesús hefði ekki séð ástæðu til að sætta sig við skilaboð Hallgrímskirkju. „Þetta hefði Jesús aldrei samþykkt.“

Þeirri skoðun mun hafa verið mótmælt af starfsmanni kirkjunnar með þeim afleiðingum að maðurinn gekk á dyr. „Skammist ykkar! Þessi kirkja er ekki kristin,“ sagði hann í kveðjuskyni.

 

Amerískur ferðamaður kom í Hallgrímskirkju í dag. Regnbogafáninn lá á kórtröppum og blasti við söfnuði og öllum þeim sem…

Posted by Sigurdur Arni Thordarson on Sunnudagur, 11. ágúst 2019

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -