Alfreð Erling Þórðarson sem er ákærður fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar neitaði sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands fyrr í dag en RÚV greindi frá því. Hann var einnig ákærður fyrir brjóta vopnalög vegna hnífaburðar. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt að hafa verið með hníf á sér neitaði hann fyrir að hafa brotið lög. Þá hafnaði hann bótakröfu. Samkvæmt RÚV fór þingfestingin fram í gegnum fjarfundarbúnað. Þinghald verður haldið 16. janúar næstkomandi en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst.