Rólegheit voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Helstu tíðindin eru þau að hjólhýsi brann í Breiðholti. Ekki urðu slys á fólki.
Enn er fólk að sprengja upp flugelda sjálfur sér til gleði en öðrum til ama. Tilkynnt um ungmenni með flugelda í úthverfi Reykjavíkur. Ekkert að sjá er lögreglu bar að garði og allir horfnir á braut.
Lögregla var látin vita af lausum hrossum á þvælingi. Ekkert var að sjá þegar lögreglumenn komu á vettvang.
Eldur kviknaði í gámi. Tjón var inniháttar og engin slys á fólki.
Ógæfumenn höfðu hreiðrað um sig í bílakjallara í miðborginni í gær. Þeim var vísað út á gaddinn af lögreglu.
Ofbeldismaður fjarlægður af heimili í Breiðholti og hann læstur inni í fangageymslu.