Fimm sóttu um embætti landlæknis sem auglýst var laust til umsóknar um miðjan desember síðastliðinn en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Athygli vekur að Guðrún Aspelund, settur landlæknir og sóttvarnalæknir, er ekki meðal umsækjanda en margir höfðu búist við því.
Umsækjendur eru eftirtaldir:
Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi
Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur
Elísabet Benedikz, yfirlæknir
María Heimisdóttir, yfirlæknir
Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi)
Alma Möller heilbrigðisráðherra skipar í embætti landlæknis til fimm ára í senn, að undangengnu mati sérstakrar nefndar