Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Yfirlýsing frá Jóni Rúnari

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í des­em­ber síðastliðnum hófu fjöl­miðlar um­fjöll­un um bygg­ing­ar­kostnað Skess­unn­ar sem byggði öll á skýrslu Deloitte ehf. sem unn­in var fyr­ir Hafn­ar­fjarðarbæ vegna fyr­ir­hugaðra kaupa bæj­ar­ins á mann­virk­inu.

Inn í þá um­fjöll­un dróg­ust nafn mitt og fyr­ir­tæki mitt Best-hús ehf. og hamrað á því að fyr­ir­tækið hefði fengið greidd­ar 350 millj­ón­ir króna frá FH, og látið að því liggja að ekki væru hald­bær­ar skýr­ing­ar á þess­um greiðslum. Þá er blandað inn í um­fjöll­un­ina end­ur­greiðslum FH á vaxta- og verðbóta­laus­um lán­um Best-húsa ehf. til FH sem ekki koma bygg­ingu Skess­unn­ar við á nokk­urn hátt.

Í raun sökuðu fjöl­miðlar mig og fyr­ir­tæki mitt rang­lega um að hafa með ólög­mæt­um eða Í það minnsta ósiðleg­um hætti makað krók­inn á viðskipt­um við FH vegna bygg­ing­ar Skess­unn­ar.

Eng­inn fjöl­miðlanna gaf því hins veg­ar gaum að í skýrslu Deloitte ehf. er þess sér­stak­lega getið að vinna og verklag við gerð henn­ar hafi ekki falið í sér staðfest­ing­ar­vinnu eða geti að nokkru leyti tal­ist grund­völl­ur end­ur­skoðunar eða áreiðan­leika­könn­un­ar. Þá tók Deloitte ehf. fram að fé­lagið gæti ekki staðfest ná­kvæmni upp­lýs­inga eða hvort upp­lýs­ing­ar og gögn sem Deloitte ehf. hafði aflað væru rétt eða full­nægj­andi, þar sem ekki var leitað sér­stak­lega eft­ir því. Einnig að þarna séu ábend­ing­ar, án þess að hægt sé að draga álykt­an­ir af þeim.

Rétt er að taka fram að Deloitte ehf. hafði aldrei sam­band við mig til að fá gögn eða skýr­ing­ar á greiðslum FH til Best-húsa ehf. Hefðu starfs­menn Deloitte ehf. aflað gagna frá Best-hús­um ehf. hefðu þeir séð og getað staðreynt að hvorki ég per­sónu­lega né Best-hús ehf. höf­um haft nokk­urn hagnað af bygg­ingu Skess­unn­ar.

All­ir þeir fjár­mun­ir sem FH greiddi til Best-húsa ehf. runnu til fram­leiðanda og selj­anda burðar­virk­is og ytra byrðis Skess­unn­ar. Sá kostnaður, að viðbætt­um kostnaði við flutn­ing vör­unn­ar til lands­ins, var grund­völl­ur virðis­auka­skatts sem greidd­ur var við inn­flutn­ing auk annarra gjalda vegna tollaf­greiðslu.

- Auglýsing -

Rétt er að taka fram að öll­um hlutaðeig­andi, þ.e. aðal­stjórn FH, for­ráðamönn­um Hafn­ar­fjarðarbæj­ar sem og Deloitte hef­ur verið gerð grein fyr­ir því hvernig greiðslum þess­um var háttað.

Einnig hef­ur um­fjöll­un­in verið á þann veg að það sé eitt­hvað óeðli­legt jafn­vel ósiðlegt við að fyr­ir­tæki mitt hafi verið milli­gönguaðili í þess­um kaup­um. Á það skal bent að árið 2018 bauð Hafn­ar­fjarðarbær út bygg­ingu á knatt­húsi fyr­ir FH í Kaplakrika. Í verkið buðu þrír aðilar og voru all­ir, þar á meðal lægst­bjóðandi, með til­boð frá Best-hús­um ehf. í burðargrind og ytra byrði húss­ins sem og hönn­un þess.

Eins og fram hef­ur komið í frétt­um hætti Hafn­ar­fjarðarbær við útboðið og hafnaði öll­um til­boðum. Þegar Hafn­ar­fjarðarbær og FH gerðu með sér sam­komu­lag um að FH myndi byggja húsið lá bein­ast við að nota sömu lausn og hönn­un sem lá til grund­vall­ar þeim til­boðum sem borist höfðu, enda um hag­kvæma lausn að ræða. Aðdrag­andi þessa máls er sá í upp­hafi árs 2023 óskaði FH eft­ir því við bæ­inn að hann tæki á leigu eða keypti knatt­húsið Skess­una, sem fé­lagið hafði reist og tekið í notk­un haustið 2019. Var það gert á grund­velli op­in­berr­ar stefnu Hafn­ar­fjarðarbæj­ar um að eiga og reka öll íþrótta­mann­virki í Hafnar­f­irði.

- Auglýsing -

Hafn­ar­fjarðarbær réð Deloitte ehf. til þess að verðmeta Skess­una. Deloitte ehf. skilaði verðmats­skýrslu í apríl 2024. Sam­kvæmt henni taldi Deloitte ehf. verðmæti Skess­unn­ar vera á bil­inu 1,5 til liðlega 2 millj­arðar króna. Hafn­ar­fjarðarbær réð Deloitte ehf. síðan aft­ur til að vinna nýja skýrslu um bygg­ing­ar- og rekstr­ar­kostnað Skess­unn­ar. Sú skýrsla lá fyr­ir í júlí 2024. Þegar síðari skýrsl­an lá fyr­ir, með öll­um of­an­greind­um fyr­ir­vör­um, töldu ein­hverj­ir sér hag í því að leka henni til val­inna fjöl­miðla, sem aft­ur leiddi til þess að Hafn­ar­fjarðarbær lét öll­um fjöl­miðlum hana í té með þeim af­leiðing­um sem að ofan grein­ir.

Ég er og hef allt tíð verið FH-ing­ur, ber hag fé­lags­ins ávallt fyr­ir brjósti og því svíður mig mjög að hafa þurft að sitja und­ir ásök­un­um í fjöl­miðlum hvað mál þetta varðar.

Jón Rún­ar Hall­dórs­son

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -